- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlum að klára þessa keppni með stæl

Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég spilaði með unglingalandsliðinu á HM 2018 gegn Kína. Þá fann maður greinilega fyrir að Kínverjar leika svolítið öðruvísi handknattleik en flestir aðrir. Leikmenn voru snöggar og léttari en við. Það er kannski eitthvað sem við getum nýtt okkur með því að keyra svolítið á þær,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í Frederikshavn. Framundan er viðureign við kínverska landsliðið í undanúrslitum forsetabikarkeppni heimsmeistaramótins klukkan 17 í dag.

Fastar fyrir frá byrjun

„Ég get ímyndað mér að kínversku leikmennirnir hér séu einnig mjög snöggar á fótunum og erfiðar viðureignar. Við verðum bara að vera fastar fyrir í vörninni og vel einbeittrar frá byrjun,“ sagði Berglind ennfremur sem lætur vel af sér þrátt fyrir að hafa nú leikið átta leiki á 17 dögum með æfingamótinu í Noregi áður en HM hófst.

Berglind segir stemninguna hafa verið erfiða fyrir leikinn við Paragvæ á laugardaginn en ekki verði sama upp á teningnum í aðdraganda leiksins við Kínverja.

Gerist ekki aftur

„Mér fannst svolítið erfitt andlega að gíra mig upp í leikinn við Paragvæ. Kannski er svolítil þreyta komin í hópinn sem endurspeglaðist svolítið úti á vellinum. Við erum staðráðnar í að það gerist ekki aftur á morgun [í dag]. Það er bara að mæta og klára þessa keppni. Það er tveir leikir eftir við verðum að klára þá með stæl,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Textalýsing frá Nord Arena

Viðureign Íslands og Kína hefst klukkan 17 í dag í Nord Arena í Frederikshavn á norður Jótlandi. Þeir sem ekki eiga þess kost að fylgjast með sjónvarpsútsendingu RÚV eiga þess vonandi kost að fylgjast með textalýsingu handbolta.is úr Nord Arena. Handbolti.is fylgir íslenska landsliðinu á HM frá upphafi til enda HM í gegnum súrt sem sætt.

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -