- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Afleiðingarnar verða að koma í ljós“

Dagur Sigurðsson hefur þjálfað japanska landsliðið frá því snemma árs 2017. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handknattleik karla, segir að upp hafi komið að minnsta kosti 12 smit innan landsliðshóp Japan eftir þátttöku á móti í Gdansk í Póllandi á milli jóla og nýárs. Staðan hafi verið orði algörlega óviðráðanleg. Í framhaldinu tóku stjórnendur japanska handknattleikssambandsins ákvörðun um að afturkalla þátttöku á Asíumeistaramótinu sem hefst eftir miðjan þennan mánuð í Sádi Arabíu. Af þeim sökum er vonlítið að japanaska landsliðið verði með á HM eftir ár.

„Við vorum á æfingamóti í Póllandi þegar smit komu upp innan hópsins,“ sagði Dagur við handbolta.is í morgn.

„Ekkert var upp á framkvæmd mótsins að klaga. Allir komu með PCR og voru svo testaðir daglega.


Eitt smit inn í svona hóp á þessum tímapunkti var einfaldlega skelfilegt. Þrír leikir á þremur dögum. Andstæðingar okkar hafa sem betur fer sloppið, vona ég,“ sagði Dagur sem er kominn heim til Íslands og segist vera hress og við góða heilsu.

Fimm efstu liðin á Asíumeistaramótinu tryggja sér keppnisrétt á HM sem fram fer eftir ár í Póllandi og Svíþjóð. Ákvörðun um að hætta við þátttöku í Asíumeistaramótinu var ekki auðveld en ekki óeðlileg eins og pottinn var búið.

„Ég hef fullan skilning á ákvörðuninni. Afleiðingarnar verða að koma í ljós,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í samtali við handbolta.is í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -