- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afmá öll merki um stærsta styrktaraðila Meistaradeildarinnar

Leikmenn Vipers Kristiansand fagna sigri í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili. Mynd/EPA

Merki rússneska flutningafyrirtækisins Delo Group verður fjarlægt af öllum keppnisbúningum liða í Meistaradeild Evrópu í þeim leikjum sem framundan eru. Um leið verður Meistaradeildin ekki lengur tengt við fyrirtækið. Á undanförnum árum hefur keppnin verið nefnd Delo Meistaradeild kvenna í handknattleik. Talsmaður Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greinir frá þessu í VG í Noregi.


Forsvarsmenn nokkurra félaga sem eiga lið eftir í keppninni hafa krafist þess að EHF slíti samstarfinu við Delo Group eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fremst í flokki hefur verið norska handknattleikssambandið og stjórnendur Evrópumeistara Vipers Kristiansand.


Delo Group, sem er stærsta flutningafyrirtæki Rússlands, er í eigu Sergey Shishkarev. Hann er jafnframt forseti rússneska handknattleikssambandsins og eigandi CSKA Moskvu. Shishkarev er sterk efnaður svo ekki sé meira sagt og þykir handgenginn forseta Rússlands. Shishkarev sat um skeið á rússneska þinginu fyrir flokk forsetans. Fullyrt hefur verið að Shishkarev sé efnaðist maður sem tengist handknattleik í Evrópu.


EHF hefur ekki opinberlega greint frá að samningi við Delo Group hafi verið rift en með því að fjarlægja nafn fyrirtækisins af öllu því sem keppninni tengist verður harla lítið eftir af samstarfinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -