Hægri hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Birgir Már hefur verið ein af kjölfestum FH-liðsins undanfarin ár eða allt síðan hann kom í Krikann frá Víkingi sumarið 2018.
Birgir Már var kjörinn handknattleiksmaður FH 2023.
Birgir Már hefur skoraði 47 mörk í 18 leikjum með FH-ingum í Olísdeildinni á leiktíðinni. FH-ingar hafa hreiðrað um sig í efsta sæti deildarinnar frá fyrstu umferð. Nú um stundir hafa þeir þriggja stiga forskot á Val sem er í öðru sæti. Birgir Már og félagar sækja ÍBV heim föstudaginn 22. mars í 19. umferð Olísdeildar.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Í gær var tilkynnt um að Leonharð Þorgeir Harðarson hafi skrifað undir nýjan samning við FH.
Leonharð Þorgeir skrifaði undir þriggja ára samning