- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram er spenna í fallslagnum – úrslit kvöldsins

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sex mörk fyrir FH gegn KA í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Staðan er óbreytt á milli KA í 10. sæti Olísdeildar karla og ÍR í 11. sæti eftir leiki kvöldsins. Bæði liðin töpuðu viðureignum sínum. KA beið lægri hlut í heimsókn til FH, 28:27, í Kaplakrika. ÍR hafði ekkert upp úr krafsinu í Mosfellsbæ þótt leikurinn hafi lengst af verið jafnari en lokatölurnar gefa til kynna, 27:22. ÍR fékk möguleika á að minnka muninn í eitt mark í stöðunni, 23:21, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.


Stjarnan vann öruggan sigur á leikmönnum Selfoss, 33:26, í TM-höllinni í Garðabæ. Selfyssingar náðu sér aldrei á strik gegn öflugum leikmönnum Stjörnunnar sem hristu af sér slenið í kvöld.


FH er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Aftureldingu sem komin er í þriðja sætið, alltént í bili. ÍBV á leik á morgun.

KA er í frjálsu falli í Olísdeildinni eftir sjöunda tapleikinn í röð.

Ágúst Birgisson, línumaður FH, á auðum sjó. Mynd/J.L.Long


Staðan í Olísdeild karla.

KA er í 10. sæti með 11 stig. ÍR í 11. sæti með 10 stig.

Hvaða leiki eiga KA og ÍR eftir?

 • KA á eftir: Fram á heimavelli, Gróttu á útivelli.
 • ÍR á eftir: FH á heimavelli, Fram á útivelli.
 • Ef svo fer að KA og ÍR endi jöfn að stigum stendur KA betur að vígi. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvorn en markatala KA er hagstæðari í innbyrðisleikjum.

  Úrslit leikja kvöldsins og markaskorarar

  Afturelding – ÍR 27:22 (12:10).
  Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 9, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Birkir Benediktsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Jovan Kukobat 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
  Varin skot: Jovan Kukobat 12, Brynjar Vignir Sigurjónsson 2.
  Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 8, Viktor Sigurðsson 5, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1.
  Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 11.

  Stjarnan – Selfoss (19:12).
  Mörk Stjörnunnar: Gunnar Steinn Jónsson 7/2, Þórður Tandri Ágústsson 6, Hergeir Grímsson 5, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Rytis Kazakevicius 2, Ari Sverrir Magnússon 2, Pétur Árni Hauksson 2, Dagur Logi Sigurðsson 1.
  Varin skot: Adam Thorstensen 11, 31,4% , Arnór Freyr Stefánsson 2/2, 66,7%.
  Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 6, Einar Sverrisson 5/1, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Ísak Gústafsson 4/1, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Karolis Stropus 1, Hannes Höskuldsson 1.
  Varin skot: Vilius Rasimas 10, 32,3% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, 7,7%.

  FH – KA 28:27 (14:14).
  Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Birgir Már Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 4/1, Jóhannes Berg Andrason 3, Einar Örn Sindrason 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Ágúst Birgisson 1, Daníel Matthíasson 1.
  Varin skot: Phil Döhler 8/1, 23,5%.
  Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9/4, Ólafur Gústafsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Dagur Gautason 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Hilmar Bjarki Gíslason 1, Allan Nordberg 1.
  Varin skot: Bruno Bernat 7/2, 31,8% – Nicholas Satchwell 7, 35%.

Handbolti.is reyndi eftir megni að fylgjast með leikjum í kvöldsins í textalýsingu.- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -