- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram er toppbaráttan í járnum í Þýskalandi

Janus Daði Smárason stóð að vanda í ströngu með SC Magdeburg í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Engin breyting varð á stöðu efstu tveggja liða þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag þegar bæði liðin voru í eldlínunni. Leikmenn Eisenach voru Evrópumeisturum SC Magdeburg ekki fjötur um fót og Füchse Berlin lagði HSG Wetzlar, 32:30, á heimavelli. Áfram hefur Füchse Berlin eins stigs forskot á Magdeburg á toppnum en síðarnefnda liðið á leik til góða.

Unnu í Nürnberg

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk og Arnór Snær Óskarsson eitt þegar Gummersbach sótti HC Erlangen heim til Nürnberg og vann, 34:31. Elliða Snæ var einu sinni vikið af leikvelli. Guðjón Valur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í Gummersbach-liðinu af festu. Milos Vujos skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá Gummersbach. Jonathan Svensson skoraði sjö og var sá sem mest kvað að í liði Erlangen.

Sigurinn færði Gummerbach upp fyrir Hannover-Burgdorf í sjötta sæti. Liðin eru jöfn með 30 stig hvort.

14 íslensk mörk

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá SC Magdeburg með sjö mörk, þar af fimm úr vítaköstum, í tíu marka sigri í Werner-Aßmann-Halle í Eisenach, 35:25. Bókhaldið hlýtur að hafa skolast til því engin stoðsending er skráð á Ómar Inga. Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom í kjölfarið með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Manuel Zehnder og Marko Grgic skoruðu fimm mörk hvor fyrir Eisenach.

Hafa rétt úr kútnum

Rhein-Neckar Löwen hefur rétt úr kútnum upp á síðkastið. Í dag vann liðið Göppingen á heimavelli, 33:29. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki og virtist hafa haft sig lítið í frammi gegn tilvonandi samherjum.

Jannick Kohlbacher skoraði níu mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Tobias Reichmann sex. Marcel Schiller skoraði níu sinnum fyrir Göppingen og var markahæstur eins og stundum áður. Sebastian Heymann var næstur með fimm mörk.

Kiel marði sigur í heimsókn til Lemgo, 28:27, og færðist upp í fjórða sæti, stigi fyrir ofan Melsungen.

Sjáðu einnig: Íslendingar fögnuðu en biðu einnig lægri hlut

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -