- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar fögnuðu en biðu einnig lægri hlut

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar í Flensburg halda áfram að lúra rétt á eftir toppliðunum tveimur í þýsku 1. deildinni og gera sig líklegt til þess að grípa tækifærið að ná öðru hvoru efstu sætanna tveggja ef Füchse Berlin eð Magdeburg verður á. Flensburg vann Hannover-Burgdorf í gær, 31:28, á heimavelli og er aðeins þremur stigum á eftir Magdeburg og fjórum frá Füchse Berlin þegar átta umferðir eru eftir. Magdeburg á reyndar níu viðureignir óleiknar.

Lék með á ný

Teitur Örn lék með Flensburg á nýjan leik í gær eftir að hafa verið verið frá keppni vegna meiðsla um skeið. M.a. varð hann að draga sig út úr landsliðshópnum fyrr í mánuðinum sökum meiðslanna. Selfyssingurinn skoraði ekki mark. Bæði markskot hans geiguðu en hann átti eina stoðsendingu.

Johannes Golla skoraði níu sinnum fyrir Flensburg. Marius Steinhauser skoraði átta sinnum fyrir Hannover-Burgdorf.
Heiðmar Felixson er í aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti deildarinnar 11 stigum á eftir Flensburg sem er í þriðja sæti eins og áður er getið

Átta marka sigur hjá Rúnari

Rúnar Sigtryggsson og liðsmenn hans í SC DHfK Leipzig unnu öruggan sigur á neðsta liði þýsku 1. deildarinnar, Balingen-Weilstetten, 25:17, í Balingen í gær. Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Leipzig með fimm mörk. Fjögur þeirra skoraði Viggó frá vítalínunni.

Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Leipzig-liðið sem er í áttunda sæti með 25 stig.

Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyrir Balingen og Daníel Þór Ingason ekkert þrátt fyrir sex markskot. Daníel Þór átti eina stoðsendingu.

Fimm leikir fara fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -