Tvö efstu lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik unnu leiki sína í gær í 10. umferð. KA/Þór, sem trónir sem fyrr á toppnum, vann stórsigur á Haukum2, 41:20, á Ásvöllum. HK sótti tvö stig í greipar Framara2, í Lambhagahöllina í Úlfarsárdal, lokatölur 38:33.
Eins úrslitin á Ásvöllum gefa til kynna var um einstefnu að ræða hjá KA/Þór frá upphafi til enda. Akureyrarliðið var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:12. Í síðari hálfleik opnuðust alla flóðgáttir og þegar upp var staðið munaði 21 marki.
KA/Þór hefur unnið níu af 10 leikjum sínum til þessa og hefur fjögurra stiga forskot á HK sem er í öðru sæti. Afturelding getur jafnað metin við HK í takist Mosfellingum að leggja Val2 á Hlíðarenda í dag.
Viðureign Fram2 og HK var lengi vel í járnum. Þegar kom fram í miðjan síðari hálfleik skildu leiðir og HK tók af skarið og tryggði sér stigin tvö.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.
Haukar2 – KA/Þór 20:41 (12:19).
Mörk Hauka2: Ester Amíra Ægisdóttir 7, Rósa Kristín Kemp 4, Katrín Inga Andradóttir 3, Roksana Jaros 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Hekla Katrín Freysdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 7, Erla Rut Viktorsdóttir 2.
Mörk KA/Þórs: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 7, Tinna Valgerður Gísladóttir 7, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 5, Kristín A. Jóhannsdóttir 5, Susanne Denise Pettersen 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Elsa Björg Guðmundsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Aþena Einvarðsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 12, Sif Hallgrímsdóttir 7.
Fram2 – HK 33:38 (20:19).
Mörk Fram2: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 10, Valgerður Arnalds 7, Elín Ása Bjarnadóttir 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Sara Rún Gísladóttir 4, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 2, Matthildur Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 14.
Mörk HK: Amelía Laufey G. Miljevic 7, Aníta Eik Jónsdóttir 7, Anna Valdís Garðarsdóttir 7, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 6, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 5, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 14, Tanja Glóey Þrastardóttir 3.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.