Ekki tókst Fjölni að verða fyrsta liðið til þess að leggja stein í götu HK í Grill 66-deild kvenna á þessari leiktíð er liðin mættust í Kórnum í kvöld í 7. umferð deildarinnar. Eftir hörkuleik lengi vel var HK-liðið talsvert sterkara þegar á leið og síðustu 20 mínúturnar lék aldrei vafi á um hvort liðanna færi með sigur af hólmi. Lokatölur 28:19 fyrir HK sem var marki yfir þegar fyrri hálfleik var lokið, 11:10.
HK hefur þar með unnið sjö fyrstu leiki sína í deildinni og hefur þar af leiðandi 14 stig. Grótta er fjórum stigum á eftir í öðru sæti og Víkingur í þriðja sæti en sex stigum muna á HK og Víkingi.
Fjölnir er næst neðstur með fjögur stig.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 7, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 5, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 4, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 9, Danijela Sara B. Björnsdóttir 8.
Mörk Fjölnis: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 5, Vera Pálsdóttir 3, Sara Kristín Pedersen 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 8.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.



