- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram hleypur á snærið hjá Aftureldingu

Andri Þór Helgason og Leó Snær Pétursson leika með Aftureldingu þegar Olísdeildin hefst á ný í september. Mynd/Afturelding
- Auglýsing -

Áfram heldur að hlaupa á snæri hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Aftureldingar. Rétt í þessu var tilkynnt um komu Andra Þórs Helgasonar vinstri hornamanns úr Gróttu og Leós Snæs Péturssonar hægri hornamanns Stjörnunnar í herbúðir Aftureldingar.

Andri Þór hefur leikið með Gróttu undanfarin þrjú ár en var þar á undan m.a. hjá Fram og Gróttu.

Leó Snær á einnig tengsl við HK eins og Andri Þór en hefur síðustu sex ár leikið með Stjörnunni. Einnig var Leó Snær um tveggja ára skeið leikmaður sænsku úrvalsdeildarliðsins. Malmö.

Andri Þór og Leó Snær eru reynslumiklir menn sem hafa sannað sig í Olísdeildinni undanfarin ár. Þeir eru góðir skotmenn og hraðaupphlaupsmenn, afbragðs vítaskyttur svo eitthvað sé nefnt og ekki síður öflugir liðsmenn, segir í tilkynningu Aftureldingar.

Fyrr í vikunni gekk Birgir Steinn Jónsson til liðs við Aftureldingu og áður höfðu Þorvaldur Tryggvason og Gísli Rúnar Jóhannsson verið tilkynntir nýir liðsmenn félagsins fyrir næstu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -