- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram lengist biðin eftir þjóðarhöll í Laugardal

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu í Laugardal vorið 2022 um byggingu þjóðarhallar. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

„Við vissu­lega stefndum á árs­lok 2025 en ég gæti trúað því, með því að aug­lýsa sam­keppnina núna í októ­ber, að ný þjóðar­höll gæti risið í árs­lok 2026 eða upp­haf ársins 2027,“ segir Gunnar Einars­son, for­maður fram­kvæmda­nefndar um þjóðar­höll og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik í samtali við Vísir í dag. Í janúar gerðu bjartsýnustu menn sér vonir um að þjóðarhöllinn yrði risin og tekin í notkun síðla árs 2025.

Breytir engu

Í frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna fram­lag til undir­búnings fram­kvæmda vegna Þjóðar­hallar verði fellt niður. Gunnar segir að komi til þess að framlagið skili sér ekki hafi það ekki áhrif á þá vinnu sem standi yfir. Nefndin hafi fjármagn til þess að vinna áfram á næsta ári. Þegar hafi verið lagðar 200 milljónir í verkefnið af hálfu ríkisins annarsvegar og borgarinnar hinsvegar.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, á kynningarfundi þjóðarhallar í janúar. Mynd/Stjórnarráðið

„Við erum bara að vinna með þá fjár­muni í undir­búnings­vinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta aug­lýst sam­keppnina,“ segir Gunnar ennfremur við Vísir.

Kostnaðarskiptingin er eftir

Árum og áratugum saman hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir. Í janúar var efnt til blaðamannafundar þar sem undirritaður voru pappírar og kynntar áætlanir um að framkvæmdir gætu hafist í upphafi næsta árs og að þjóðarhöllin yrði tekin í notkun haustið 2025. Enn liggur fyrir samkomulag um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgarinnar.

Deiluskipulagi er lokið

Frá kynningarfundinum í janúar hefur all nokkuð vatn runnið til sjávar. Á meðan hefur m.a. verið dregið úr hugsanlegum framkvæmdahraða enda var fundinum vart lokið þegar byrjað var að tipla á hemlana. Hið jákvæða er þó að deiliskipulag á svæðinu í Laugardal er lokið en þar stendur til að byggja þjóðarhöllina.

Áfram á undanþágu

Þegar þjóðarhöll verður opnuð mun hún ráða bráðan bug á vanda landsliðanna í handknattleik og körfuknattleik sem hafa um langt árabil verið á undanþágu með leiki í undankeppni stórmóta í núverandi Laugardalshöll sem orðin er hart nær 60 ára. Einnig hefur HSÍ sýnt áhuga á að taka þátt í umsókn fleiri Norðurlanda um að halda HM karla 2029 eða 2031.

Brot af tengdum fréttum og pistlum í safni handbolti.is:

Þjóðarhöll á að verða tilbúin eftir þrjú ár

Tveir kostir um þjóðarhöll í Laugardal

Stór áfangi er í höfn í skipulagi vegna þjóðarhallar

Þjóðarhöllin verður opnuð haustið 2025 – kostnaður áætlaður 15 milljarðar

Hafist handa við byggingu þjóðarhallar í Þórshöfn

Á morgun, á morgun…

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -