- Auglýsing -

Þjóðarhöll á að verða tilbúin eftir þrjú ár

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu í Laugardal í vor um byggingu þjóðarhallar. Mynd/Aðsend

Ríki og Reykjavíkurborg eru sammála um að ráðast í byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal sem uppfyllir alþjóða kröfur til keppni landsliða í innahússboltagreinum. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki 2025.


Þessu til staðfestingar undirrituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson í dag viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallarinnar sem lengi hefur verið beðið eftir.


Þjóðarhöllin mun uppfylla kröfur fyrir alþjóðlega keppni í innanhússíþróttagreinum og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardal, segir í tilkynningu.


Sérstök framkvæmdanefnd verður sett á laggirnar sem mun sjá um frumathugun og undirbúning á fyrirkomulagi byggingaframkvæmda, s.s. vegna hönnunar, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun.


Ríki og borg munu standa sameiginlega að hugmyndasamkeppni um hönnun mannvirkis og útlit og eru sammála um að leggja kraft í verkið. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið árið 2025.

Unnið að leikvöngum fyrir frjálsar og fótbolta

Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er tekið fram að áfram verður unnið að undirbúningi þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir í Laugardal og þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Markaðskönnun vegna þjóðarleikvangs í knattspyrnu verður unnin með það að markmiði að draga fram skýra valkosti um næstu skref í uppbyggingunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -