Ennþá ríkir óvissa um það hvort og þá hvenær færeyski handknattleiksmaðurinn Hallur Arason leikur með Aftureldingu. Hallur fór öðru sinni úr axlarliði nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Aftureldingar í Olísdeildinni fyrr í þessum mánuði. Hann fór einnig úr sama axlarlið, þeim hægri, á síðasta keppnistímabili.
Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar segir beðið eftir svörum frá lækni um hvað skref verði rétt fyrir Hall í stöðunni, aðgerð eða hvíld og endurhæfing.
„Við erum að bíða eftir að fá einhver svör frá læknum með þetta,“ sagði Stefán við handbolta.is spurður um stöðuna á Halli sem sat á meðal áhorfenda að Varmá síðastliðið fimmtudagskvöld þegar Afturelding vann KA.
Blóðtaka hjá Aftureldingu – Hallur fór aftur úr axlarlið