- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram óvissa um Solberg

Silje Solberg, þrautreyndur markvörður norska landsliðsins og ungverska stórliðsins Györ. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Óvissa ríkir um hvenær og hvort markvörðurinn sterki, Silja Solberg, getur leikið með norska landsliðinu í handknattleik á Evrópumeistaramótinu sem hefst á fimmtudag í næstu viku.


Solberg greindist smituð af kórónuveirunni mánudaginn 16. nóvember. Hún fór í aðra skimun á þriðjudaginn. Reyndist hún þá enn vera smitandi og heldur þar af leiðandi áfram í einangrun á heimili sínu í Györ í Ungverjalandi.


Þórir Hergeirsson aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins segir við TV2 í Noregi að Solberg fari aftur í skimun á morgun. Eftir það skýrist betur hvort megi eiga von á henni í inn í norska liðið á EM. Að minnsta kosti virðist ljóst að hún verður ekki með í fyrstu leikjum mótsins. Möguleiki er að gera breytingar á leikmannhópnum meðan á mótinu stendur.

Ekki æft í hálfan mánuð

Þórir sagði í samtali við handbolta.is á dögunum að óvíst sé hvaða áhrif það hafi á formið hjá Solberg að vera í a.m.k. tveggja vikna sóttkví og einangrun og stunda þar af leiðandi engar æfingar. Það verði að meta þegar frá líður hvort Solberg geti leikið með norska liðinu þegar á mótið líður.


Solberg er einn fremsti markvörður evrópsks handknattleiks um þessar mundir og því skarð fyrir skildi geti hún ekki tekið þátt í EM. Til viðbótar er hin þrautreynda Katarine Lunde barnshafandi.


Emily Stang Sando, markvörður þýska liðsins Bietigheim, og Rikke Granlund, Esbjerg, verja mark norska landsliðsins á EM. Hvorug þeirra hefur þó mikla reynslu með landsliðinu. Sando á tæplega 30 landsleiki að baki og Granlund aðeins tvo.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -