- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram skilur stig að KA og ÍR – Grótta nálgaðist Hauka – úrslit kvöldsins

Stjörnumennirnir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson og Jóhann Karl Reynisson í sigurleiknum á Val í TM-höllinni í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhansson
- Auglýsing -

Ekki dró úr spennu í neðri hluta Olísdeildar karla í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Bæði KA og ÍR töpuðu leikjum sínum. KA tapaði fyrir Fram, 28:26, í KA-heimilinu og ÍR tapaði með 11 marka mun í leik við FH í Skógarseli, 37:26.

Eyþór Ari Waage og Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR-ingar, freista þess að stöðva Jóhannes Berg Andrason, FH-ing. Mynd/J.L.Long

Þar með er áfram eins stigs munur á liðunum, KA í vil þegar aðeins ein umferð er eftir óleikin. Hún fer fram á mánudaginn og hefjast leikirnir klukkan 16. ÍR sækir Fram heim og KA heldur vestur á Seltjarnarnes og spreytir sig gegn Gróttu.


Haukar steinlágu í Vestmannaeyjum, 38:24, og hafa 19 stig í áttunda sæti. Gróttu tókst að vinna Hörð með eins marks mun á Ísafirði, 27:26. Tveggja stiga munur er á liðunum, Haukum í hag en þeir taka á móti Herði á mánudaginn. Grótta leikur við KA í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.

Framarar stíga sigurdans á gólfi KA-heimilisins í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Valur tapaði öðrum leik sínum í röð í deildinni. Að þessu sinni fyrir Stjörnunni í Garðabæ, 37:32. Stjarnan er í sjötta sæti en efsta sætið hefur verið Valsmanna vikum saman. Því verður ekki breytt. Valsliðið er verulega laskað um þessar mundir og margir leikmenn fjarverandi af ýmsum ástæðum.


Bikarmeistarar Aftureldingar unnu öruggan sigur á Selfossi í Sethöllinni eystra, 37:30. Selfoss liðið var skrefi á eftir nærri því allan leikinn.

Skoruðu sjö mörk í röð

Haukar byrjuðu vel í Eyjum og voru með yfirhöndina, 5:4. Eftir að ÍBV svaraði með sjö mörkum virtust Haukar algjörlega missa móðinn, ekki síst í vörninni. Það var hreinlega raunalegt að horfa á liðið sem er að berjast fyrir sæti í átta lið úrslitum vera jafn slakt og Haukar voru að þessu sinni. Leikmenn ÍBV voru svo sannarlega í ham en því má ekki gleyma að enginn leikur betur en andstæðingurinn leyfir.

Staðan í Olísdeild karla fyrir lokaumferðina á mánudaginn.

Hörður – Grótta 26:27 (13:14).
Mörk Harðar: José Esteves Neto 5, Guilherme Andrade 4, Endijs Kusners 4, Suguru Hikawa 3, Mikel Amilibia Aristi 3, Jón Ómar Gíslason 2, Guntis Pilpuks 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1, Axel Sveinsson 1, Daníel Wale Adeleye 1, Victor Iturrino 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 8, Stefán Freyr Jónsson 5.
Mörk Gróttu: Elvar Otri Hjálmarsson 7, Birgir Steinn Jónsson 6, Hannes Grimm 6, Theis Koch Søndergard 3, Andri Þór Helgason 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Daníel Örn Griffin 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14.

Selfoss – Afturelding 30:37 (13:17).
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 7/2, Richard Sæþór Sigurðsson 5, Gunnar Kári Bragason 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hannes Höskuldsson 3/2, Ísak Gústafsson 3, Sölvi Svavarsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, 20,7% – Vilius Rasimas 3, 17,6%.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 13/2, Birkir Benediktsson 6, Einar Ingi Hrafnsson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Stefán Magni Hjartarson 3, Blær Hinriksson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 2, 12,5% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 0.

ÍBV – Haukar 38:24 (21:15).
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 12, Arnór Viðarsson 6, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4/3, Dagur Arnarsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Elmar Erlingsson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Janus Dam Djurhuus 1, Ísak Rafnsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 5, 29,4% – Petar Jokanovic 5/1, 29,4%.
Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 8, Birkir Snær Steinsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Össur Haraldsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 7, 25,9% – Matas Pranckevicus 6/1, 31,6%.


ÍR – FH 26:37 (14:19).
Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 7/3, Hrannar Ingi Jóhannsson 6, Dagur Sverrir Kristjánsson 4, Eyþór Ari Waage 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Markús Björnsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 3, 15,8% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1, 4,5%.
Mörk FH: Birgir Már Birgisson 11, Jóhannes Berg Andrason 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Daníel Matthíasson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Ásbjörn Friðriksson 2.
Varin skot: Phil Döhler 13/1, 36,1% – Svavar Ingi Sigmundsson 1/1, 25%.

Stjarnan – Valur 37:32 (21:19).
Mörk Stjörunnar: Ari Sverrir Magnússon 9, Hergeir Grímsson 6, Hrannar Bragi Eyjólfsson 5, Björgvin Þór Hólmgeirsson 5, Jóhann Karl Reynisson 3, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Þórður Tandri Ágústsson 2, Rytis Kazakevicius 2, Pétur Árni Hauksson 2.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 7, 35% – Adam Thorstensen 2, 14,3% – Sigurður Dan Óskarsson 0.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 7/2, Ísak Logi Einarsson 7, Tryggvi Garðar Jónsson 6, Stiven Tobar Valencia 4, Breki Hrafn Valdimarsson 2, Vignir Stefánsson 2, Jóel Bernburg 1, Bergur Elí Rúnarsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Sakai Motoki 9, 23,7% – Stefán Pétursson 2, 20%.

Ramunas Mikalonis dómari sýnir Stefáni Darra Þórssyni, leikmanni Fram, rauða spjaldið við þriðju brottvísun. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson



KA – Fram 26:28 (14:13).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7/3, Dagur Gautason 6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Gauti Gunnarsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Allan Nordberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 11, 44% – Bruno Bernat 7, 35%.
Mörk Fram: Bruno Bernat 12/3, Arnar Snær Magnússon 4, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Marko Coric 3, Ívar Logi Styrmisson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 1, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 6/1, 28,6% – Lárus Helgi Ólafsson 4, 28,6%.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -