- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram treysta Donni og félagar góða stöðu sína

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í skotstöðu í leik með PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Áfram halda Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og samherjar í PAUC að teysta stöðu sína í 3. sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik en það er besti árangur sem lið félagsins hefur nokkru sinni náð. Í gær stóttu leikmenn PAUC tvö stig til Toulouse, 33:29, í næst síðustu umferð deildarkeppninnar.


Donni, sem fyrr í vikunni var valinn í úrvalslið frönsku 1. deildarinnar á keppnistímabilinu skoraði fjögur mörk í Toulouse í gær.


PAUC var með eins marks forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:15.
Ólafur Andrés Guðmundsson kom ekkert við sögu þegar Montpellier vann Chambéry Savaioe, 36:29, á heimavelli í gær. Ólafur hefur að mestu verið fjarri góðu gamni í kappleikjum Montpellier það sem af er þessu ári. Sigurinn skipti nokkru máli fyrir Montpellier því með honum hefur liðið líklega tryggt sér fjórða sæti deildarinnar. Chambéry Savaioe er tveimur stigum á eftir.


Þrír síðustu leikir 29. og næst síðustu umferðar fara fram í dag. Þar á meðal fá Elvar Ásgeirsson og liðsmenn Nancy lið Nantes í heimsókn. Nancy rekur lestina í deildinni en heldur í veika von um að halda í sætið sem vannst í fyrra. Til þess verður Nancy að vinna tvo síðustu leiki sína og vonast til að næstu lið fyrir ofan vinni ekki leik.


Tapi Nancy í dag er liðið fallið niður í 2. deild. Elvar yfirgefur félagið í sumar og flytur til Danmerkur.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -