- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram vinna Donni og félagar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í franska liðinu PAUC unnu í kvöld Saran, 30:27, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC er þar með áfram samsíða Nantes í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Hvort lið hefur 29 stig eftir 18 leiki og er fimm stigum á eftir PSG sem á leik til góða. Átta stiga munur er frá Nantes og PAUC að Montpellier sem er í fjórða sæti.


Donni skoraði fjögur mörk fyrir PAUC í kvöld en liðið var með talsverða yfirburði og gat slakað á undir lokin. PAUC-liðinu hefur vegnað afar vel í hinni sterku frönsku deild á keppnistímabilinu á sama tíma og hvorki hefur gengið né rekið í Evrópudeildinni þar sem liðið er löngu úr möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.


Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Montpellier í sigurleik á Toulouse á heimavelli, 35:32.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -