- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram vinna Gísli og Ómar

Dika Mem leikmaður Barcelona skoraði fimm mörk í kvöld. Hér er hann í hörðum slag við varnarmenn Kielce. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánson og Ómar Ingi Magnússon og samherjar í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg unnu annan leik sinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Magdeburg vann PPD Zagreb með 10 marka mun á heimavelli, 35:25. Staðan var 17:12 að loknum fyrri hálfleik, Magdeburg í hag.


Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar.


Ómar Ingi skoraði tvö mörk og átti jafnmargar stoðsendingar.
Haukur Þrastarson kom lítið við sögu þegar liðin sem mættust í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor, Barcelona og Kielce mættust í Palau Blaugrana í Bacelona. Heimamenn unnu með fjögurra marka mun, 32:28. Daninn Emil Nielsen átti stórleik í mark Barcelona, ekki síst í fyrri hálfleik þegar hann var með 43% markvörslu og alls 39% þegar upp var staðið.



Viktor Gísli Hallgrímsson var ekki í leikmannahópi Nantes þegar liðið vann ungversku meistarana, Pick Szeged, á heimavelli, 35:30.


Daninn Simon Pytlick leitar leiða við að koma boltanum yfir vörn Dinamo í Búkarest í kvöld. Mynd/EPA


Danska meistaraliðið GOG vann eitt stig í heimsókn sinni til Dinamo í Búkarest, 38:38. GOG var sterkara í leiknum lengi vel og hefði alveg verðskuldað sigur.


Staðan í A og B-riðlum eftir tvær umferðir:

Standings provided by SofaScore
Standings provided by SofaScore

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -