- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Afturelding efst á nýjan leik eftir sigur á Stjörnunni

- Auglýsing -

Afturelding endurheimti efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að leggja Stjörnuna, 34:31, í Hekluhöllinni í Garðabæ. Afturelding hefur þar með 12 stig eftir átta leiki eins og Haukar en vegna sigurs í innbyrðisleik við Hauka er Afturelding í efsta sæti. Stjarnan er áfram í sjöunda sæti með sjö stig eftir að hafa tapaði þremur leikjum í röð.


Afturelding var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12, og skoraði þar að auki fyrsta mark síðari hálfleiks. Stjörnumenn léku hinsvegar vel lengi vel síðari hálfleiks og tókst að jafna metin, 23:23, eftir 14 mínútur.

Aftureldingarmenn töpuðu þó ekki alveg niður þræðinum og héldu eins til tveggja marka forskoti allt þar til í stöðunni, 28:27, sex mínútum fyrir leikslok. Eftir það bættu Mosfellingar í og juku forskot sitt og unnu að lokum öruggan og sanngjarnan sigur.


Mörk Stjörnunnar: Ísak Logi Einarsson 7, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 5, Hans Jörgen Ólafsson 4, Jóel Bernburg 4, Pétur Árni Hauksson 3, Benedikt Marinó Herdísarson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 3, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 6, 23,1% – Baldur Ingi Pétursson 3, 17,6%.

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 10/6, Kristján Ottó Hjálmsson 6, Harri Halldórsson 6, Ævar Smári Gunnarsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Ihor Kopyshynskyi 3, Þorvaldur Tryggvason 2, Brynjar Búi Davíðsson 1.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 8/2, 22,2% – Einar Baldvin Baldvinsson 1, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -