- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding endurheimti efsta sætið eftir heimsókn í Safamýri

Aftureldingarliðið settist aftur í efsta sæti Grill 66-deildarinnar í dag. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding endurheimti efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í dag með sigri á Víkingi, 31:24, í viðureign liðanna í Safamýri. Afturelding hefur þar með 19 stig eftir 11 leiki eins og ÍR. Lið Mosfellinga stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum við ÍR. Þetta var níundi sigur Aftureldingar í röð í deildinni.


Aftureldingarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Forskot liðsins var sex mörk að loknum fyrri hálfleik, 17:11, og fór fljótlega upp í sjö mörk, 19:12, áður en Víkingar blésu til gagnsóknar. Ellefu mínútum fyrir leikslok var forskot Mosfellinga komið niður í tvö mörk, 24:22, og farið að fara um leikmenn og þjálfara. En Víkingar komust ekki nær.

Aftureldingarliðið skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö með skömmu millibili í autt mark Víkinga sem höfðu kallað markvörð sinn af leikvelli í skiptum fyrir sóknarmann meðan liðið var í undirtölu. Einnig munaði um góðan leik Rebecca Fredrika Adolfsson markvarðar Aftureldingar sem kom í markið síðla leiksins og varði vel, m.a. vítakast í stöðunni, 25:22.


Eftir að Afturelding var komin fimm mörkum yfir tókst Víkingum ekki að ógna andstæðingi sínum að ráði það sem eftir lifði leiks.


Það hafði sitt að segja fyrir Víkinga að handknattleikskonan leikreynda, Arna Þyrí Ólafsdóttir, var ekki með að þessu sinni.


Góður sigur hjá Aftureldingu sem lét ekk bugast við mótbyr í síðari hálfleik.


Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 8, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Auður Ómarsdóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 12.

Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 7, Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Susan Ines Gamboa 4, Anna Katrín Bjarkadóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 3, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 7, Rebecca Fredrika Adolfsson 5.

Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -