- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldrei veruleg hætta hjá Aftureldingu

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar stýrir liðinu næstu þrjú ár. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding vann nokkuð öruggan sigur á KA, 33:29, í 8. umferð Olísdeildar karla í handknattleik á Varmá í kvöld. Mosfellingar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. M.a. var þriggja marka munur í hálfleik, 17:14.


Þar með er Afturelding komin með 10 stig eftir átta leiki en KA er með sex stig í níunda sæti. Aftureldingarmenn eru í fimmta sæti, komust upp fyrir FH, sem á leik til góða gegn Stjörnunni annað kvöld.


Mosfellingar tóku frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og létu það aldrei af hendi. Mestur varð munurinn sjö mörk undir lokin en að jafnaði var forskot heimamanna þrjú til fjögur mörk. KA náði að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, um skeið í síðari hálfleik.

Andri Sigmarsson Scheving varði vel í marki Aftureldingar og m.a. lá munurinn á liðunum í markvörslunni sem var ekki góð KA-megin.


Ólafur Gústafsson fékk rautt spjald síðla í síðari hálfleik sem létti KA ekki róðurinn.


Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7/1, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6/1, Þorstein Leó Gunnarsson 5, Birkir Benediktsson 5, Þrándur Gíslason Roth 5, Gunnar Kristinn Þórsson 4, Blær Hinriksson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 16, 37,2%.

Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 10/6, Einar Rafn Eiðsson 4, Patrekur Stefánsson 4, Pætur Mikkjalsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 6, 25% – Bruno Bernat 3, 16,7%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

Fylgst var með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -