- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding og Haukar með sigra

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur hjá Aftureldingu í dag ásamt Blæ Hinrikssyni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Afturelding fékk Gróttu í heimsókn að Varmá fyrr í dag í Olísdeild karla. Fyrir leikinn var Afturelding með 17 stig en Grótta með 10 stig í 10. sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn af meiri krafti og komust í 7-3 eftir 12 mínútna leik. Seltirningar náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir leikhlé, 13-12.

Afturelding var áfram skrefi framar í byrjun seinni hálfleiks og náði mest fjögurra marka forskoti, 20-16, um miðbik síðari hálfleiks. Leikmenn Gróttu gáfust þó ekki upp og söxuðu forskotið niður í eitt mark þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Mosfellingar reyndust seigari á lokamínútum og báru þriggja marka sigur úr býtum, 30-27. Með sigrinum fer Afturelding upp að hlið FH í 3. sæti með 19 stig. FH er í öðru sæti, einnig með 19 stig, en á leik til góða.

Þor­steinn Gauti Hjálm­ars­son og Blær Hinriksson voru markahæstir hjá Aftureldingu með sex mörk hvor. Í markinu hjá Aftureldingu varði Brynjar Vignir Sigurjónsson fimm skot og Bjarki Snær Jónsson þrjú skot.

Birg­ir Steinn Jóns­son var marka­hæst­ur leikmanna Gróttu með níu mörk. Stefán Huldar Stefánsson varði átta skot í marki Gróttu.

Haukar sterkari

Á Hlíðarenda tók Valur á móti toppliði Hauka. Fyrri hálfleikur var fjörugur og hafði Valur góð tök á leiknum framan af. Lengi vel voru Valsmenn með nokkurra marka forskot á Hauka en gestirnir spýttu í undir lok fyrri hálfleiks, náðu að jafna metin í 17-17 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru það Haukar sem tóku völdin og náðu mest sex marka forystu, 24-30, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Að lokum voru það gestirnir úr Hafnafirði, sem tryggðu sér tvö stig með fjögurra marka sigri, 28-32.

Adam Hauk­ur Baumruk skoraði sjö mörk fyr­ir Hauka og Stefán Rafn Sig­ur­manns­son sex. Björgvin Páll Gústavsson varði sjö skot og Andri Páll Sigmarsson sex fyrir Hauka.

Ant­on Rún­ars­son var marka­hæst­ur hjá heimamönnum með sjö mörk. Stórleikur Martin Nágy í marki Vals dugði skammt en hann varði alls 16 skot, 9 í fyrri hálfleik, þar af eitt vítakast.

Hauk­ar eru nú með 25 stig á toppn­um eft­ir 15 um­ferðir en Valur er með 17 stig í fimmta sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -