- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding og Stjarnan unnu fyrstu leiki UMSK-mótsins

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan og Afturelding unnu leiki sína í fyrstu umferð UMSK-móts kvenna og karla sem hófst í kvöld í Kórnum í Kópavogi. Stjarnan og HK riðu á vaðið kvennahluta mótsins en bikarmeistarar Aftureldingar sóttu nýliða Olísdeildar karla, HK, heim og unnu með sex marka mun, 28:22.

Skoraði 13 mörk

Stjarnan lagði HK í kvennaflokki, 34:30. Embla Steindórsdóttir nýr liðsmaður Stjörnunnar og fyrrverandi leikmaður HK skoraði 13 mörk í leiknum og Eva Björk Davíðsdóttir 11. Inga Fanney Hauksdóttir skorað sex mörk fyrir HK og Aníta Eik Jónsdóttir kom næst með fimm mörk.

Nýir menn í brúnni

Bæði lið hafa tekið talsverðum breytingum frá síðasta keppnistímabili auk þess sem nýir þjálfarar hafa tekið við stjórnvölum, Hilmar Guðlaugsson hjá HK, og Sigurgeir Jónsson er þjálfari Stjörnunnar.

Marki yfir í hálfleik

HK var marki yfir í hálfleik gegn Aftureldingu, 14:13. Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha skoraði fimm mörk fyrir HK-liðið og var markahæstur. Hjörtur Ingi Halldórsson var næstur með fjögur mörk.

Andri Þór Helgason og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru iðnastir við kolann hjá Aftureldingu þegar kom að því að skora mörk. Þeir skoruðu fimm sinnum hvor.

Næst á morgun og á laugardag

Næsti leikur í karlaflokki á UMSK-mótinu fer fram á laugardaginn þegar HK og Stjarnan leiða saman hesta sína í Kórnum klukkan 11.

Í kvennaflokki mætast Grótta og Aftureldingu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi annað kvöld klukkan 18.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -