- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding slapp fyrir horn í Kórnum

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar ræðir við sína menn. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Aftureldingarmenn mega teljast góðir að hafa unnið HK í lokaleik 5. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Kórnum í kvöld. Lokatölur 30:28 eftir að staðan var 15:14 Mosfellingum í hag að loknum fyrri hálfleik. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir að hafa verið vel leikinn, ekki síst af hálfu Aftureldingar sem nú hefur sex stig eftir fimm leiki í sjötta sæti deildarinnar. HK rekur lestina ásamt Víkingi án stiga.


Staðan var jöfn, 28:28, þegar 80 sekúndur voru til leiksloka. Þá hafði HK-liðinu tekist að rífa sig upp eftir að hafa verið fimm mörkum undir, 25:20, þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Á þeim tíma leit út fyrir að HK væri enn einu sinni að gefa eftir á lokakaflanum. Öðru nær. Kópavogsliðið komst inn í leikinn aftur, ekki síst fyrir einstakan klaufaskap Mosfellinga.


HK hóf leikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Leikmenn Aftureldingar voru lengi í gang en komu um síðir einhverri skikkan á leik sinn. Það sem eftir var hálfleiksins var jafnt á nær öllum tölum.


Sama var upp á teningnum framan af síðari hálfleik. Þegar kom fram undir tíundu mínútu náði Afturelding þriggja marka forskoti, 22:19, og virtist vera að stinga af. Sama virtist vera upp á teningnum þegar liðið náði fimm marka forskoti, 25:20. Það reyndist vera tálsýn ein.


Leikurinn verður ekki eftirminnilegur fyrir gæði og góðan handknattleik. Mörg einföld mistök á báða bóga og á stundum var engu líkara en leikmenn Aftureldingar ætluðu sér að vinna með eins lítilli fyrirhöfn og hugsanlegt væri.


Mörk HK: Kristján Ottó Hjálmsson 7, Hjörtur Ingi Halldórsson5, Sigurður Jefferson Guarion3/1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Kristján Pétur Barðarson 1, Kári Tómas Hauksson 1.
Varin skot: Róbert 5 Örn Karlsson, 23,8 % – Sigurjón Guðmundsson 17,6%.
Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 7/4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Blær Hinriksson 2, Þrándur Gíslason Roth 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Birkir Benediktsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 6, 28,6% – Andri Sigmarsson Scheving 3, 18,8%.

Alla tölfræði leiksins er finna hja HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -