Afturelding og ÍR halda keppni um efsta sæti Grill 66-deildar kvenna áfram. Afturelding lagði Gróttu í háspennuleik á Varmá í kvöld, 25:24, á sama tíma og ÍR vann öruggan sigur á Víkingi, 28:18, í Skógarseli.
Afturelding og ÍR hafa hvort um sig 21 stig eftir 12 leiki en efsta sætið kemur í hlut Aftureldingar sem stendur vegna betri stöðu í innbyrðis leikjum. Grótta er þremur stigum á eftir.
Í hnífjöfnum og spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ skoraði Sylvía Björt Blöndal sigurmark Aftureldingar á síðustu mínútu, 25:24. Grótta átti þess kost að jafna metin og eftir leikhlé átti Gróttuliðið markskot sem Mina Mandic varði og innsiglaði stigin tvö við mikla kátinu Mosfellinga, innan vallar sem utan.
Afturelding var marki yfir í hálfleik, 13:12, og náði um skeið þriggja marka forskoti, 20:17, eftir um 10 mínútur í síðari hálfleik. Gróttuliðið barðist af krafti og jafnaði metin í þrígang undir lokin, 22:22, 23:23, og 24:24.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.
Mörk Aftureldingar: Anna Katrín Bjarkadóttir 8, Sylvía Björt Blöndal 6, Susan Ines Gamboa 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 12.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 6, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 13.
ÍR – Víkingur 28:18 (15:8).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 6, Matthildur Lilja Jónsdóttir 5, Guðrún Maryam Rayadh 4, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Erla María Magnúsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 13, Þórunn Ásta Imsland 2.
Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Áróra Eir Pálsdóttir 4, Díana Ágústsdóttir 4, Auður Ómarsdóttir 1, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 6, Emelía Dögg Sigmarsdóttir 3.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.