- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftureldingarbanar mæta FH og Valur til Serbíu

Sigursteinn Arndal þjálfari FH. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

FH mætir Tatran Presov í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik en Tatran-liðið lagði Aftureldingu í 32-liða úrslitum keppninnar á dögum. Valur, sem einnig var í pottunum þegar dregið var í 16-liða úrslit í morgun, mætir hinu forna stórveldi Metal­op­astika Sabach frá Serbíu.


Leikir 16-liða úrslita eiga að fara fram 10. og 11. fe­brú­ar og þeir síðari 17. og 18. fe­brú­ar. Svo skemmtilega vill til að 8-liða úrslit Poweradebikarkeppni karla eiga að fara fram 10 . og 11. mars svo ljóst er að eitthvað verður að hnika til leikdögum í Poweradebikarnum.

FH var í efri styrkleikaflokki þegar dregið var en Valur var í neðri flokknum. Íslensku liðin gátu dregist saman.


Eftirtalin lið drógust saman í morgun:
FH – Tatran Presov.
Val­ur – Metal­op­astika.
Minaur Baia Mare – Vogosca.
Slobada – Krka.
Steaua Búkarest – Karvina.
Val­ur – Metal­op­astika.
Krems – Bre­genz.
Brix­en – Olymp­iacos.
Besiktas – Green Col­lect.

FH mætti Tatran Presov fyrir sex árum í sömu keppni og féll þá naumlega úr keppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -