- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí fór á kostum gegn meisturunum

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson átti stórleik í marki KIF Kolding þegar liðið náði að velgja meisturum Aalborg Håndbold hressilega undir uggum á heimavelli í dag og var ekki langt frá öðru stiginu þegar upp var staðið. Álaborgarliðið vann með eins marks mun, 31:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir, 16:13, að loknum fyrri hálfleik.


Ágúst Elí varði 15 skot, þar af eitt vítakast, auk þess sem hann skoraði eitt mark, 44% markvarsla. Ágúst kom í mark Kolding þegar nokkuð var liðið á leikinn og lét svo sannarlega til sín taka.


Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins nú sem fyrr. Aalborg er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir GOG sem hefur trónað á toppnum allt keppnistímabilið. Kolding er í 13. og þriðja neðsta sæti. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -