- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí fór á kostum

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, fór á kostum í kvöld og átti öðrum leikmönnum KIF Kolding ólöstuðum stærstan hlut í öruggum og kærkomnum sigri liðsins á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 29:23. Kolding var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10.


Hafnfirðingurinn lipri varði 18 skot, 48,6%, og kórónaði frammistöðu sína með því að skora eitt mark.

Sveinn Jóhannsson var einn fárra leikmanna SönderjyskE sem gekk vel að finna leiðir fyrir boltann framhjá Ágústi Elí. Sveinn skoraði fjögur mörk í fimm tilraunum og var næst markahæstur.


Þetta var fyrsti leikur KIF Kolding eftir að liðið leysti þjálfarann Andreas Toudahl frá störfum á mánudagsmorgun. Kolding fór upp í 11. sæti úr því þrettánda með þessum sigri en liðið hefur leikið einum leik fleira en flest önnur lið í deildinni.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -