- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí leysir Viktor Gísla af gegn Grikkjum

Ágúst Elí Björgvinsson t.h. hefur leyst Viktor Gísla Hallgrímsson t.v. af í íslenska landsliðinu sem leikur í Grikklandi í næstu viku. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem mætir Grikkjum í tveimur vináttuleikjum í Aþenu í næstu viku. Ágúst Elí kemur inn í stað Viktors Gísla Hallgrímssonar, markvarðar Nantes, sem vegna meiðsla varð að draga sig út úr landsliðshópnum.


Eins og kom fram í gær þá meiddist Viktor Gísli á olnboga í kappleik með Nantes á dögunum.

Vináttuleikir Grikklands og Íslands verða spilaðir í Aþenu 15. og 16. mars.

Ágúst Elí á að baki 48 A-landsleiki og var síðast í landsliðshópnum á HM í Svíþjóð í upphafi síðasta árs.

Íslenska landsliðið kemur saman í Aþenu á mánudaginn. Landsliðhópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (267/22).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (94/98).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (8/0).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (46/97).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (75/171).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (59/129).
Haukur Þrastarson, Industria Kielce (31/42).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (80/130).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (36/104).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (82/280).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (72/207).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (15/11).
Teitur Örn Einarsson, Flensburg-Handewitt (36/36).
Viggó Kristjánsson, Leipzig (53/149).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (86/36).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu (3/1).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -