- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli meiddist á föstudaginn

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og franska liðsins HBC Nantes mun hafa meiðst á olnboga í viðureign HBC Nantes og Dijon í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Frá þessu er sagt á mbl.is í dag og þess jafnframt getið að Viktor Gísli eigi eftir að fara í nákvæma læknisskoðun.


Ef meiðslin eru alvarleg geta þau sett strik í reikninginn er varða þátttöku Viktors Gísla í næstu leikjum HBC Nantes. Annað kvöld á HBC Nantes leik á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf í síðustu umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar. HBC Nantes er reyndar öruggt um sæti í átta liða úrslitum hvernig sem fer.

Einnig er Viktor Gísli í landsliðshópnum sem kemur saman í Grikklandi upp úr næstu helgi og hvar æft verður og leiknir tveir vináttulandsleikir við gríska landsliðið.

Viktor Gísli hefur áður glímt við meiðsli í olnboga, m.a. haustið 2022 og aftur undir árslok.

Tilkynnt var í morgun að spænski markvörðurinn Ignacio Biosca hafi samið við HBC Nantes og komi nú þegar til félagsins en ekki í sumar eins og til stóð. Ekki mun koma hans beint tengjast meiðslum Viktors Gísla eftir því sem næst verður komist. Ivan Pesic, hinn aðalamarkvörður Nantes, hefur verið meira og minna frá keppni á leiktíðinni sökum meiðsla.

Biosca hefur verið hjá Veszprém en festi ekki yndi hjá félaginu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -