- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor Gísli, Elvar Örn, Tryggvi, Grétar Ari

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í franska liðinu Nantes unnu Dijon í miklum markaleik á heimavelli í gær, 47:34, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Viktor Gísli var í marki Nantes talsverðan hluta leiksins og varði 11 skot, 31%. Samherji hans í markinu, Króatinn Ivan Pesic, er mættur til leiks aftur. Pesic varði 4 skot, 31%. 
  • Nantes er áfram í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar. Liðið hefur nú 32 stig eftir 19 leiki, er fimm stigum á undan Montpellier sem á leik til góða. PSG er efst sem fyrr með 36 stig. Stöðuna í frönsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér
  • Óvíst er hvort Elvar Örn Jónsson geti leikið með MT Melsungen gegn SC DHfK Leipzig í þýsku 1. deildinni á sunndaginn eftir að hann fékk högg á annað lærið í síðari hálfleik viðureignar Melsungen við Eisenach á fimmtudagskvöldið.  Þetta kom fram á handball-world í gær.
  • Tryggvi Þórisson og félagar hans í Sävehof unnu stórsigur á Guif, 38:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Tryggvi átti eitt markskot en skoraði ekki. Sävehof er efst í deildinni með 38 stig eftir 22 leiki. Hammarby er næst á eftir með sjö stigum færra. Flest lið deildarinnar eiga fjóra leiki eftir hvert. 
  • Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í Sélestat unnu Valence á heimavelli, 29:25, í 2. deild franska handknattleiksins í gær. Eftir því sem næst verður komist stóð Grétar Ari í marki Sélestat um skeið í leiknum og varði tvö skot. Sélestat situr í fjórða sæti með 25 stig og er tveimur stigum eftir Istres sem er í þriðja sæti. Stöðuna í frönsku 2.deildinni og í fleiri deildum er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -