- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí var öflugur í sigurleik

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson átti afar góðan leik þegar KIF Kolding vann einkar mikilvægan sigur á botnliði Ringsted á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 27:25, eftir að hafa verið marki undir að loknum fyrri hálfeik, 13:12.

Ágúst Elí stóð sig vel í marki Kolding þann tíma sem hans vakt stóð yfir. Hann varði 10 skot sem gerði ríflega 38% hlutfallsmarkvörslu en rúmlega 43% þegar eingöngu er horft til uppstillts leiks. Félagi hans Tim Winkler náði sér ekki á strik.

Kolding er þar með komið upp í áttunda sæti með 10 stig eftir 11 leiki og fjarlægðist mesta hættusvæðið nærri kjallaranum.

Gamli landsliðsmaður Dana, Peter Balling, og Andreas Væver voru markahæstir hjá Kolding með sex mörk hvor. Lauritz Legér og Morten Hempel Jensen voru atkvæðamestir hjá Ringsted-liðinu með átta mörk hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -