Ágúst Guðmundsson er markahæstur leikmanna íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla í handknattleik þegar fimm leikjum af átta er lokið. Hægri hornamaðurinn Stefán Magni Hjartarson er með eina af betri skotnýtingu leikmanna á mótinu. Báðir verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu klukkan 14 í dag þegar liðið mætir Dönum í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Í 10. sæti
Ágúst er í 16. sæti á lista markahæstu leikmanna með 31 mark, 6,2 mörk að jafnaði í leik. Fjórtán af mörkum sínum hefur HK-ingurinn skorað úr vítaköstum. Alls hefur Ágúst átt 40 markskot. Skotnýting hans er 78%. Þegar litið er til samanlagðra marka og stoðsendinga er Ágúst í 10. sæti með 50 mörk og stoðsendingar.

Stefán Magni hefur skoraði 19 mörk í 21 skoti sem er 90,4% skotnýting. Stefán Magni situr í áttunda sæti. Flestir þeir sem eru fyrir ofan Stefán Magna hafa átt færri markskot í keppninni.
Stoðsendingar
Ágúst hefur ekki aðeins verið drjúgur við að skora. Hann hefur einnig gefið 19 stoðsendingar og er á meðal efstu manna. Garðar Ingi Sindra er skammt á eftir með 16 stoðsendingar. Dagur Árni Heimisson hefur gefið 14 stoðsendingar.
Mörkin hafa dreifst mjög á milli leikmanna íslenska liðsins. Dagur Árni er næstur á eftir Ágústi með 21 mark. Þar á eftir eru Stefán Magni með 19 mörk, Bessi Teitsson 14, Elís Þór Aðalsteinsson 14, Jens Bragi Bergþórsson 13 og Andri Erlingsson og Garðar Ingi með 11 mörk hvor.
Jafnir markverðir

Markverðir íslenska landsliðsins eru áþekkir að getu á mótinu. Sigurjón Bragi Atlason er með 26,7% hlutfallsmarkvörslu og Jens Sigurðuarson með 26,5%. Sigurjón Bragi er án efa markahæstur markvarða með 5 mörk.
Viðureign Íslands og Danmerkur hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með leiknum í streymi á handbolti.is og einnig í textalýsingu.