- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Þór: Hvað gerir Valsliðið í æfingabanni?

Ásdís Þóra Ágústsdóttir handknattleikskona úr Val hefur verið lánuð til Selfoss. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Um þessar mundir mega handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar kemur það ekki í veg fyrir að leikmenn liðanna megi æfa einir. Handbolti.is sendi nokkrum þjálfurum fjórar létta spurningar í ljósi stöðunnar. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, ríður á vaðið með snörpum svörum.

Hvernig heldur þú leikmönnum við efnið nú þegar ekki má koma saman á æfingar?

Svar: Leikmenn æfa sjálfir eftir æfingaplani sem við þjálfarar setjum upp fyrir hópinn. Um er að ræða bæði styrk og hlaup. Hlaup 3x í viku og styrkur 2x í viku.

Hefur þú áhyggur af því að þetta hlé frá æfingum auki hættu á meiðslum þegar keppni fer af stað aftur?

Svar: Já, því er ekki að neita að ég hef áhyggjur af því. Mikilvægt er að við förum varlega og skynsamlega af stað þegar æfingar hefjast.

Hefur þú leitað til sjúkraþjálfara eða annars fagfólks utan þjálfarahópsins eftir leiðbeingum/upplýsingum hvernig haga beri æfingum nú eða þá ef æfingabannið verður framlengt?

Svar: Já, leikmenn vinna náið með okkar styrktarþjálfara.

Hvað er þarf að líða langur tími frá því að æfingar verða heimilaðar þangað til skal byrja að spila aftur?

Svar: 7-10 dagar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -