- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Þór: Mætum fersk til leiks í dag

Frá leik Bekament og Vals í Serbíu í gær. Valsliðið lék í hvítum búningum. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

„Nú tekur við góður undirbúningur fyrir síðari leikinn. Það var margt gott fyrri leiknum og hjá okkur sem hægt verður að nýta í síðari leiknum. Við mætum fersk til leiks. Staðan er opin,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, í skilaboðum til handbolta.is eftir eins marks tap Vals fyrir serbneska liðinu Bekament, 29:28, í fyrri viðureign liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í gær. Leikið var á heimavelli Bekament, í bænum Arandjelovac, ekki fjarri Belgrad í Serbíu.

Valsliðið ræður ráðum sínum í leiknum í Arandjelovac í gær. Mynd/Aðsend

Síðari leikurinn fer fram á sama stað í dag og verður flautað til leiks klukkan 16.

„Fyrri hálfleikur var virkilega góður hjá okkur, vörnin var þétt og góð og við náðum að keyra vel í bakið á leikmönnum Bekament. Sem dæmi nefna að við skoruðum sjö mörk úr annarri og þriðju bylgju og vorum í góðum málum í hálfleik,“ sagði Ágúst Þór en Valur var fimm mörkum yfir, 15:10.

Mynd/Aðsend


„Í upphafi síðari hálfleiks þá gerðum við of mörg mistök á kafla. Okkur tókst ekki að ljúka sóknum með skotum á markið. Þar af leiðandi fengum við mörg hraðaupphlaup á okkur. Upp úr þessu var leikurinn í járnum. Reyndar náðum við þriggja marka forskoti en það var stutt. Sigurinn hefði getað hafnað hvoru megin sem var,“ sagði Ágúst Þór. Síðari leikurinn verður í dag.

Fyrir leikinn í Arandjelovac í gær. Mynd/Aðsend


Ágúst var ekki yfir sig kátur með frammistöðu dómarana, Edin Kulovic og Vedad Skaljic frá Bosníu. Sagði hann marga dóma hafa orkað tvímælis eða beinlínis vera ranga. Ágúst Þór sagðist ekki dvelja lengur við það. Nú skipti öllu að horfa fram á veginn og búa sig undir síðari leikinn sem hefst í dag kl. 16.


Óvíst er með streymi frá viðureigninni í dag en víst er að handbolti.is verður með texta- og stöðuuppfærslu frá leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -