- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ákveðnar í að snúa við taflinu

Sandra Erlingsdóttir fagnar marki í sigurleik á Serbum í undankeppni EM í október. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

„Það eru nokkur smáatriði sem við viljum bæta og auka um leið enn meira á baráttugleði liðsins,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16. Ókeypis aðgangur er á Ásvelli í boði Olís.


Eftir tap fyrir Tyrkjum ytra á miðvikudaginn, 30:29, í leik þar sem Tyrkir voru aðeins einu sinni með yfirhöndina í leiknum þá eru íslensku konurnar ákveðnar í að snúa taflinu við í dag og vera með yfirhöndina frá upphafi til enda. Með sigri halda þær í vonina um vera í möguleika um EM sæti fram í síðustu leiki undankeppninnar sem fram fara síðla í apríl hér heima og í Serbíu.

Fjölmenni var á leiknum við Serba í október og vonast leikmenn íslenska landsliðsins að svo verði einnig á Ásvöllum í dag gegn Tyrkjum. Mynd/Mummi Lú


„Sóknarleikurinn var góður í fyrri viðureigninni við Tyrki ytra á miðvikudaginn. Þess vegna munum við halda óbreyttri áætlun í leiknum í dag nema að við ætlum okkur að keyra enn meira á tyrkneska liðið með hraða okkar en í síðasta leik,“ sagði Sandra ennfremur sem eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins skora á landsmenn að mæta á Ásvelli klukkan 16 í dag.


„Við höfum líka skerpt á skipulaginu, ekki síst þegar við hlaupum til baka eftir að hafa misst boltann.“


Sandra segir íslenska landsliðið hugsa um einn leik í einu. „Við verðum að klára okkar leik áður en hægt verður að velta framhaldinu fyrir sér og því sem tekur við í tveimur síðustu leikjunum í apríl,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við handbolta.is.

Staðan í 6. riðli undankeppni EM:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Leikirnir sem eftir eru:
6.mars
Ísland - Tyrkland
20.apríl:
Tyrkland - Serbía.
Ísland - Svíþjóð.
23.apríl:
Serbía - Ísland.
Svíþjóð - Tyrkland.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -