- Auglýsing -
Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir eru komnar í 16-liða úrslit í sænsku bikarkeppninni með Skara HF eftir öruggan sigur á Hallby HK í þriðju og síðustu umferð 6. riðils 32 liða úrslita á heimavelli í dag, 32:24. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Skara-liðið, með Akureyringana í broddi fylkingar, tóku öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik.
Aldís Ása átti stórleik og skoraði sjö mörk. Ásdís skoraði ekki að þessu sinni. Skara HF vann allar viðureignir sínar í riðlakeppninni.
Vilborg Pétursdóttir var ekki í leikmannahópi AIK þegar liðið vann IK Baltichov, 29:27, á heimavelli. AIK hefur þar með unnið einn en tapað einum leik með sömu markatölu í 1. riðli bikarkeppninnar. Vilborg verður væntanlega í hópnum á miðvikudaginn þegar AIK mætir meisturum Sävehof í lokaumferðinni.
- Auglýsing -