- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís Ásta heldur áfram að leika vel í Svíþjóð

Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður Skara HF í Svíþjóð. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Aldís Ásta Heimisdóttir átti frábæran leik með Skara HF í dag þegar liðið vann Skövde HF, 25:23, í Skövde í 11. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Aldís Ásta skoraði átta mörk og átti eina stoðsendingu og hlaut hæstu einkunn leikmanna Skara í sigurleiknum mikilvæga en liðin tvö eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar.


Skövde var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10. Leikmenn Skara bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tókst að vinna. Isabella Moutatidou markvörður Skara átti stórleik í markinu og munaði svo sannarlega um minna.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ekki mark fyrir Skaraliðið en átti þrjár stoðsendingar. Katrín Tinna Jensdóttir var ekki með að þessu sinni.

Berta Rut lék vel

Berta Rut Harðardóttir skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hennar, Kristianstad HK, tapaði á heimavelli fyrir efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Skuru IK, 36:29. Skuruliðið var sterkara frá upphafi til enda og hafði m.a. fjögurra marka forystu í hálfleik, 17:13.

Samkvæmt einkunnargjöf var Berta Rut næst best leikmanna Kristianstad HK.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -