- Auglýsing -
Aldís Ásta Heimisdóttir mætti galvösk til leiks í kvöld með Skara HF og var á meðal bestu leikmanna liðsins í 14 marka sigri á útivelli gegn Skövde, 36:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aldís Ásta skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar á leikvellinum í Skövde.
Með sigrinum færðist Skara HF upp í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig að loknum 11 leikjum. Skuru situr á toppnum með 19 stig og Sävehof er tveimur stigum á eftir.
Kristianstad, sem Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Harðardóttir leika með, átti ekki leik í kvöld. Kristianstad mætir næst Hallby 3. janúar. Skara á ekki leik aftur fyrr en 11. janúar á heimavelli við Ystads IF.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -