- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís Ásta skrifar undir nýjan samning til eins árs

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sjö mörk fyrir Skara í dag. Mynd/Ljugström Photography
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Aldís Ásta Heimisdóttir hefur skrifað undir nýjan eins samning við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF sem tekur við að núverandi samningi sem rennur út í vor. Hún hefur gert það gott hjá sænska liðinu. Aldís Ásta gekk til liðs við Skara HF fyrir nærri tveimur árum frá KA/Þór en hún var hluti af afar sigusælu liði félagsins frá 2020 til 2022.


Aldís Ásta var nýverið valin í íslenska landsliðið eftir nokkra fjarveru en framundan eru tveir leikir við sænska landsliðið í undankeppni EM í kringum næstu mánaðamót.

„Ég kann mjög vel við mig hér í Skara. Hjá liðinu hef ég náð að þróa minn leik sem leikstjórnandi og hef fengið mikið traust frá þjálfurunum. Ég sé fram á að við verðum enn betri á næsta ári,“ sagði Aldís Ásta við handbolta.is í dag.

Í tilkynningu á heimasíðu Skara HF segir Aldís Ásta að áhugi hafi verið fyrir hendi af hálfu fleiri félaga en Skara. Hún hafi hinsvegar ákveðið að halda kyrru fyrir þar sem hún kann vel við sig í Skara. Auk þess standa vonir til þess að framfarir liðsins verði svo miklar að það geti blandað sér í keppni um verðlaun í sænsku handknattleik.

Aldís Ásta er í 15. sæti á lista yfir markahæstu konur úrvalsdeildarinnar með 74 mörk. Hún situr í fimmta sæti á skrá fyrir flestar stoðsendingar, 62.

Skara HF hefur verið á talsverðri siglingu síðustu mánuði og ekki tapað leik síðan snemma í nóvember. Á þessum tíma hefur liðið færst úr níunda sæti upp í það fimmta. M.a. lagði Skara HF meistaralið Sävehof í Partille í síðustu viku, 34:30.

Nýr þjálfari tekur við Skara HF í sumar, Pether Krautmeyer. Aldís Ásta sagðist binda vonir við að Krautmeyer stigi skref fram á við með leikmenn liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -