- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís og Jóhanna fóru á kostum þegar Skara skellti toppliðinu

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir leikmenn Skara HF. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Íslensku handknattleikskonurnar Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir voru frábærar í kvöld þegar lið þeirra, Skara HF, gerði sér lítið fyrir og vann efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Sävehof, 34:30, í Partille, heimavelli Sävehof. Fyrir leikinn í kvöld hafði Sävehof, sem á sæti í Meistaradeild Evrópu, unnið 14 af 17 leikjum sínum í deildinni til þessa.

Aldís Ásta og Jóhanna Margrét komu að 18 mörkum í leiknum. Þær skoruð samanlagt tíu mörk, Aldís Ásta sex og Jóhanna Margrét fjögur. Þær áttu samanlagt átta stoðsendingar.

Skara var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:14.

Skara HF hefur ekki tapað leik í sænsku úrvalsdeildinni frá 9. nóvember á síðasta ári. Síðan hefur liðið risið upp eins fuglinn Fönix og farið úr níunda sæti og upp í það fimmta. Eftir sigurinn í kvöld er Skara aðeins stigi á eftir Önnereds og H65 Höör sem eru í þriðja til fjórða sæti.

Auk Jóhönnu Margrétar og Aldísar Ástu þá átti Isabella Mouratidu markvörður Skara HF stórleik. Hún varði 20 skot.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -