- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldrei í hættu hjá Eyjamönnum

Rúnar Kárason er besti leikmaður Olísdeildar karla leiktíðina 2022/2023. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV er komið í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla eftir tvo sigra á ísraelska liðinu Holon HC í Vestmannaeyjum um helgina, 41:35, í gær og 33:32 í dag. Í annarri umferð bíður ÍBV-liðsins úkraínska félagsliðið Donbas Donetsk en væntanlega skýrist þátttaka Úkraínumannanna fljótlega en sem stendur er allt í uppnámi á þeirra landssvæði.


Eftir fimm marka sigur í miklum markaleik í gær þá voru Eyjamenn með fulla stjórn á leiknum á heimavelli í dag gegn sprækum leikmönnum Holon HC sem að uppistöðu til er skipað leikmönnum U21 árs landsliðs Ísraels. ÍBV náði fimm marka forskoti um skeið í fyrri hálfleik áður en liðið missti það úr höndunum og gott betur. Staðan í hálfleik var 18:18.


Eyjamenn voru með frumkvæðið allan síðari hálfleik og segja má að hvorki forskoti þeirra úr fyrri leiknum hafi verið ógnað né gerðu leikmenn Holon HC alvarlega tilraun til að hleypa leiknum upp.


Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 6, Sveinn José Rivera 4, Janus Dam Djurhuus 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Gabríel Martinez Robertsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Elmar Erlingsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Dagur Arnarsson 1, Dánjal Ragnarsson 1.


Petar Jokanovic varði vel í marki ÍBV, ekki síst í síðari hálfleik.


Arnór Viðarsson, Róbert Sigurðarson og Theodór Sigurbjörnsson léku ekki með ÍBV í leikjunum um helgina.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -