- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alexander er leið til Flensburg

Alexander Petersson er inn reynslumesti Íslendingurinn sem leikið hefur í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Uppfærð frétt klukkan 07.36.

Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt að loknu heimsmeistaramótinu í Egyptalandi samkvæmt frétt Flensburger Tageblatt í morgun. Blaðið hefur þetta samkvæmt óstaðfestum heimildum.

Handbolti.is fékk fyrir fáeinum mínútum staðfestingu frá mjög traustum heimildum að samningur Alexanders við Flensburg sé í höfn og að hann mæti á sína fyrstu æfingu með liðinu strax að loknu heimsmeistaramótinu. Af þeim sökum hefur handbolti.is uppfært þessa frétt klukkan 7.36 og spurningamerki fjarlægt úr fyrirsögn.

Flensburg hefur leitað ákaft að örvhentum leikmanni til þess að leysa af þýska landsliðsmanninn, Frank Samper, sem sleit krossband í lok nóvember.


Alexander, sem stendur á fertugu, þekkir til í herbúðum Flensburg. Hann lék með Flensburg frá 2007 til 2010 en hefur verið leikmaður Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012. Samningur hans við Löwen á að renna út við lok leitíðar í byrjun sumars.

Flensburg situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir. Það hefur árum saman verið eitt öflugasta lið deildarinnar og á m.a. sæti í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -