- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alexander leikur einn leik til viðbótar

Alexander Petersson er tilbúinn að klæðast landsliðspeysunni á nýjan leik gerist þess þörf. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alexander Petersson verður þátttakandi í sýningarleik sem fram fer í Flens-Arena í Flensburg 19. ágúst. Þá efnir Flensburg til kveðjuleiks fyrir danska handknattleiksmanninn Lasse Svan Hansen sem rifaði seglin í lok leiktíðar í vor. Svan lék í 13 ár með Flensburg liðinu og meðal samherja hans á þeim tíma var Alexander sem einnig ákvað að láta gott heita á handknattleiksvellinum í byrjun sumars.


Valin hafa verið tvö lið sem mætast í sýningar- og kveðjuleiknum. Annað er kennt við Lasse Svan en hitt við Holger Glandorf fyrrverandi leikmann Flensburg og núverandi framkvæmdastjóra félagsins. Alexander verður í lið Svan. Alexander og Svan voru samherjar í Flensburg frá 2008 til 2010 og aftur frá febrúar 2021 og til loka leiktíðarinnar í júní síðast liðnum.



Valinn maður verður í hverju rúmi í hvoru liði í leiknum. Flestir leikmenn liðanna eru hættir að leika handknattleik að atvinnu en þó ekki allir og má úr þeim hópi m.a. nefnda Uwe Gensheimer, Steffen Weinhold, Mikkel Hansen og Niklas Landin svo nokkurra sé getið.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -