- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð fagnaði sigri í fyrri leiknum við Portúgal

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann portúgalska landsliðið í fyrri vináttuleik liðanna í Flens-Arena í Flensburg í dag, 34:33, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Þýska liðið var yfir frá upphafi til enda og var mest sex mörkum yfir 12:6 í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var munurinn fimm mörk um skeið, 21:16.


Portúgalska liðið sótti í sig veðrið þegar á leið síðari hálfleik svo úr varð mikill spennuleikur þegar leið nærri lokum. Sóknarleikur þýska landsliðsins þótti góður en varnarleikurinn að sama skapi ekki eins sannfærandi.

Eins og gerist í gengur í vináttuleikjum þá skiptu þjálfara beggja liða leiknum talsvert á milli leikmanna sinni. Ekki síst var Alfreð drjúgur við að „rúlla“ á sínum leikmannahóp.

Mörk Þýskalands: Knorr 6, Golla 5, Hanne 5, Kastening 5/1, Uscins 4, Häfner 3, Köster 2, Mertens 2, Heymann 1, Steinert 1.
Mörk Portúgals: Frade 7, Nazare 4, Salina Amador 4, Vieira 4, Costa 3, Martins 3, Areia 2/1, Portela 2/2, Cavalcanti 1, Costa 1, P. Oliveira 1, Salvador 1.

Síðari leikur Þjóðverja og Portúgala verður síðdegis á laugardaginn.

Þjóðverjar leika upphafsleik Evrópumótsins í Düsseldorf á miðvikudaginn gegn Sviss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -