- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð fékk slæmar fréttir þegar undirbúningur hófst

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla fékk slæmar fregnir áður en liðið kom saman til æfinga í upphafi ársins vegna þátttöku á heimsmeistaramótinu sem stendur fyrir dyrum. Hægri handar skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher eru báðir meiddir og hafa dregið sig út úr landsliðshópnum. Slegið hefur verið föstu að hvorugur tekur þátt í heimsmeistaramótinu.


Heymann og Kohlbacher áttu sæti í silfurliði Þýskalands á Ólympíuleikunum í sumar. Í tilkynningu þýska handknattleikssambandsins segir að Kohlbacher sé meiddur á olnboga og fari í aðgerð á næstunni. Heymann meiddist á fótlegg um miðjan desember. Meiðslin eru svo alvarleg að hann verður frá keppni næstu vikur.

Alfreð hefur kallað á Tim Zechel leikmann SC Magdeburg og Lukas Stutzke liðsmann TSV Hannover-Burgdorf til þess að hlaupa í skarðið fyrir Heymann og Kohlbacher. Zechel og Stutzke eiga fáeina landsleiki að baki.

Tveir vináttuleikir

Þýska landsliðið leikur tvisvar við brasilíska landsliðið, 9. og 11. janúar í Hamborg og Flensborg, áður en farið verður til Danmerkur 13. janúar. Fyrsti leikur Þjóðverja á HM verður gegn Pólverjum 15. janúar í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -