Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, tilkynnti í morgun um val á 21 leikmanni fyrir tvo síðustu leiki þýska landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins, gegn Bosníu á útivelli 29. apríl og á móti Eistlandi á heimavelli 2.maí. Þýska landsliðið er fyrir löngu búið að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári.
Fyrirliðinn Uwe Gensheimer verður ekki með vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af hinum þrautreynda markverði, Johannes Bitter. Þá var Hendrik Pekeler ekki valinn af heilsufarsástæðum. Till Klimpke, markvörður Wetzlar, kemur inn í landsliðið í stað Bitter. Rune Dahmke er í hópnum nú í fyrsta sinn frá í janúar 2018 að hann lék með þýska landsliðinu á EM í Króatíu.
Haft er eftir að Alfreð að hann hafi ákveðið að hafa hópinn stærri að þessu sinni til þess að sjá fleiri leikmenn auk þess sem dagskrá leikmanna sé þétt þessa dagana hjá sínum félagsliðum. Einnig kom fram að Alfreð stefnir á að hefja undirbúning þýska landsliðsins fyrir þátttökuna á Ólympíuleikunum 5. júlí.
Markverðir:
Silvio Heinevetter, MT Melsungen.
Till Klimpke, HSG Wetzlar.
Andreas Wolff, KS Vive Kielce.
Aðrir leikmenn:
Marcel Schiller, Frisch Auf Göppingen.
Rune Dahmke, THW Kiel.
Julius Kühn, MT Melsungen.
Sebastian Heymann, Frisch Auf Göppingen.
Finn Lemke, MT Melsungen.
Lukas Stutzke, Bergischer HC.
Philipp Weber, SC DHfK Leipzig.
Juri Knorr, TSV GWD Minden.
Fabian Wiede, Füchse Berlin.
Kai Häfner, MT Melsungen.
Steffen Weinhold, THW Kiel.
Timo Kastening, MT Melsungen.
Tobias Reichmann, MT Melsungen.
Patrick Groetzki, Rhein-Neckar Löwen.
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt.
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.
Patrick Wiencek, THW Kiel.
Sebastian Firnhaber, HC Erlangen.