- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og lærisveinar töpuðu í Düsseldorf

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, tapaði í gær fyrir landsliði Portúgals með tveggja marka mun, 32:30, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Düsseldorf í gær. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 17:17. Þjóðverjar unnu fyrri leikinn á föstudaginn, 30:28.


Alfreð tefldi fram mjög breyttu liði frá Ólympíuleikunum í sumar í báðum leikjunum við Portúgal en hann er þreifa sig áfram með að yngja talsvert upp í hópnum fyrir Evrópumeistaramótið í janúar. Johannes Golla, David Schmidt, Marcel Schiller og Lukas Zerbe voru markahæstir í þýska liðinu með fjögur mörk hver.

Danir unnu í Þrándheimi

Heimsmeistarar Dana unnu þriðja og síðasta leik sinn á alþjóðlegu móti í Þrándheimi í Noregi í gær. Þrátt fyrir margar stjörnur danska liðsins hafi verið fjarverandi á mótinu kom það ekki í veg fyrir að danska landsliðið væri það besta á mótinu. Danir lögðu hollenska landsliðið, undir stjórn Erlings Richardssonar, 33:19, í gær.


Niclas Kirkeløkke, Johan Hansen, Hans Mensing og Jacob Holm skoruðu fjögur mörk hver fyrir danska landsliðið. Kay Smits var markahæstur í hollenska liðinu. Hann skoraði sjö sinnum. Ephrahim Jerry var næstur með þrjú mörk.


Frakkar unnu Norðmenn, 31:26, í hinum leik lokaumferðarinnar í gær. Sebastian Barthold og Simen Pettersen skoruðu fjögur mörk hvor fyrir norska landsliðið. Theo Monar var atkvæðamestur í franska liðinu með sex mörk. Aumeric Minne og Hugo Descat skoruðu fjögur mörk hvor.


Tékkar unnu Austurríkismenn í vináttulandsleik í gær, 30:21.


Þýska kvennalandsliðið vann Rússland, silfurlið Ólympíuleikanna, í vináttulandsleik í gær, 28:27. Leikurinn markaði upphaf undirbúnings beggja liða fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember. Alina Grijseels skoraði sigurmark Þjóðverja á síðustu andartökum leiksins.

Forkeppni HM karla

1.riðill:
Kósovó – Belgía 28:28:
Grikkland – Tyrkland 24:20.

Staðan eftir tvær umferðir:
Grikkland 4 stig, Tyrkland 2, Belgía 1, Kósovó 1.


2.riðill:
Bretland – Finnland 22:38.
Eistland – Georgía 31:27.
Staðan eftir þrjár umferðir:
Finnland 5 stig, Eistland 4, Georgía 3, Bretland 0.


Forkeppninni verður framhaldið í byrjun janúar og þá hefst einnig keppni í riðlum þrjú og fjögur. Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli í undankeppnisleiki í maí þar sem leikið verður um sæti á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -