- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og Þjóðverjar í milliriðil – Austurríkismenn koma á óvart

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er öruggt um sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla eftir annan öruggan sigur á andstæðingi sínum á mótinu í gærkvöld. Þjóðverjar unnu Norður Makedóníu með níu marka mun, 34:25, í Berlín.

Frakkar voru í mesta basli með leikmenn Sviss sem risu upp á afturfæturnar í gær eftir að hafa fengið magalendingu í upphafsleik mótsins gegn Þýskalandi. Franska landsliðið mátti gera sér að góðu jafntefli. Sviss á veika von um að komast áfram með sigri á Norður Makedóníu ef Þjóðverjar leggja Frakka. Möguleikinn er ekki mikill því markatala svissneska liðsins er slök eftir stórt tap fyrir Þýskalandi.

Þýskaland – Norður Makedónía 34:25 (18:13).
Mörk Þýskalands: Juri Knorr 10, Johannes Golla 3, Sebastian Heymann 3, Julian Koster 3, Lukas Mertens 3, Timo Kastening 3, Justus Fischer 2, Philipp Weber 2, Jannik Kohlbacher 2, Nils Lichtlein 1, Renars Uscins 1, Christoph Steinert 1.
Mörk Norður Makedóníu: Nenad Kosteski 6, Zharko Peshevski 4, Tomislav Jagurinovski 4, Marko Mitev 3, Nikola Kosteski 2, Milan Lazarevski 2, Petar Atanasijevikj 2, Martin Velkovski 1, Filip Taleski 1.

Frakkland – Sviss 26:26 (14:14).
Mörk Frakklands: Dika Mem 7, Ludovic Fabregas 6, Nedim Remili 4, Hugo Descat 3, Elohim Prandi 2, Melvyn Richardson 2, Dylan Nahi 2.
Mörk Sviss: Lukas Laube 9, Andre Schmid 5, Lucas Meister 3, Manuel Zehnder 3, Lenny Rubin 2, Samuel Zehnder 2, Nicolas Raemy 1, Nikolas Portner 1.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – riðlakeppni

Króatar eru í basli

Króatar lentu í óvæntum vandræðum í leik sínum við austurríska landsliðið í Mannheim og máttu gera sér að góðu jafntefli, 28:28. Eftir stórsigur Króata á Spánverjum í fyrstu umferð virtust þeir í miklum ham og þar af leiðandi til alls líklegir. Austurríkismenn báru enga virðingu fyrir Króötum. Úr varð hnífjafn leikur. Stigið getur reynst Austurríkismönnum dýrmætt ef þeim tekst að ná stigi eða stigum gegn Spánverjum í lokaumferðinni á morgun.

Króatar fjölmenna að vanda á stórmót í handbolta. Mynd/EPA

Spánverjar ráku af sér slyðruorðið eftir stórtap fyrir Króötum og unnu stórsigur á rúmenska landsliðinu, 36:24, sem fallið er úr leik eftir tvo tapleiki.

Spánn – Rúmenía 36:24 (17:12).
Mörk Spánar: Aleix Gomez 8, Daniel Fernandez 6, Alex Dujshebaev 4, Imanol Garciandia 3, Abel Serdio 3, Ian Tarrafeta 3, Daniel Dujshebaev 3, Agustin Casado 2, Jorge Maqueda 1, Adrian Figueras 1, Joan Canellas 1, Kauldi Odriozola 1.
Mörk Rúmeníu: Ionut Nistor Ionita 4, Calin Dedu 4, Radu Cristian Ghita 3, Iosif Andrei Buzle 3, Gabriel Ilie 2, Robert Nagy 2, Demis Grigoras 2, Andrei Dragan 2, Daniel Stanciuc 1, Stefan Cumpanici 1.

Króatía – Austurríki 28:28 (14:12).
Mörk Króatíu: Mario Sostaric 6, Veron Nacinovic 5, Filip Glavas 3, Luka Klarica 3, Marin Jelinic 3, Luka Cindric 3, Ivan Martinovic 2, Zvonimir Srna 1, Marin Sipic 1, Tin Lucin 1.
Mörk Austurríkis: Mykola Bilyk 7, Robert Weber 6, Lukas Hutecek 4, Janko Bozovic 3, Sebastian Frimmel 2, Lukas Herburger 2, Boris Zivkovic 2, Tobias Wagner 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -