- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð sneri sínum mönnum í gang í síðari hálfleik

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskaland mátti brýna raustina í leiknum í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu hófu þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í kvöld með sjö marka sigri á Pólverjum, 35:28, í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Eins og í vináttuleikjunum fyrir HM þá sótti þýska liðið í sig veðrið í síðari hálfleik og gerði út um viðureignina. Þjóðverjar voru marki yfir í hálfleik, 15:14.


Sóknarleikur þýska liðsins var góður í síðari hálfleik. Þeir yfirspiliðu pólska liðið á köflum. Pólverjar voru til alls líklegir eftir að hafa sýnt tennurnar í sumum vináttuleikjum fyrir EM. Þjóðverjar létu granna sína ekki komast upp á dekk í síðari hálfleik.

Þjóðverjar kunna að hafa orðið fyrir áfalli í leiknum í kvöld. Juri Knorr fór af leikvelli meiddur um miðja síðari hálfleik. Ekki liggur fyrir hvort meiðslin eru alvarleg. Knorr er lykilmaður í sóknarleik þýska landsliðsins ásamt Renas Uscins.

Hlynur í eftirlitinu

Hlynur Leifsson var eftirlitsmaður á viðureigninni. Var þetta annað kvöldið í röð sem Hlynur stendur í stórræðum á mótinu.

Stjarna þýska landsliðsins, Renas Uscins, skoraði 10 mörk að þessu sinni. Línumaðurin Johannes Golla skoraði sjö mörk. Hinn nýbakaði faðir Andreas Wolff varði 10 skot þann tíma sem hann stóð á milli stanganna, 36%.

Ariel Pietrasik skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Pólverjum. Línumaðurinn Kamil Sypsrzak skoraði sex mörk.
Í hinni viðureigninni í B-riðli skildu Tékkland og Sviss jöfn í leiðinlegum leik, 17:17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -